
5. Notkun valmyndarinnar
Í símanum er fjöldi valkosta (aðgerða) sem eru flokkaðir í valmyndir.
1. Veldu Valmynd til að opna valmyndina.
2. Flettu í gegnum valmyndina og veldu valkost (t.d. Stillingar).
3. Ef sú valmynd inniheldur fleiri undirvalmyndir skaltu velja undirvalmynd (t.d.
Símtals-stillingar).
4. Endurtaktu skref 3 ef undirvalmyndin inniheldur aðra undirvalmynd.
5. Veldu stillinguna.
6. Veldu Til baka til að fara aftur í fyrra valmyndarþrep.
Veldu Hætta til að loka valmyndinni.
Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu Valkost. > Aðalskjár valm. > Listi eða
Tafla.
Til að endurskipuleggja valmyndina flettirðu að því sem þú vilt færa og velur Valkost. >
Skipuleggja > Færa. Veldu hvert þú vilt færa valmyndina og veldu svo Í lagi.
Breytingarnar eru vistaðar með því að velja Lokið > Já.