Tölvupóstur lesinn og honum svarað
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Tölvupóstboð og
margmiðlunarboð geta innihaldið skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið
á einhvern annan hátt.
1. Tölvupósthausum er hlaðið niður með því að velja Valmynd > Skilaboð >
Tölvupóstur > Sækja nýjan póst.
2. Til að hlaða niður öllum póstinum velurðu Til baka > Innhólf, heiti pósthólfsins,
nýja tölvupóstinn og svo Sækja.
3. Tölvupósti er svarað með því að velja Svara > Upphafl. texta eða Auðu skeyti.
Hægt er að senda svar á marga aðila með því að velja Valkost. > Svara öllum.
Staðfestu eða breyttu tölvupóstfanginu og titlinum og skrifaðu síðan svartextann.
4. Veldu Senda > Senda núna til að senda skilaboðin.
5. Til að aftengjast við pósthólf velurðu Valmynd > Skilaboð > Tölvupóstur >
Aftengjast. Samband við pósthólfið er sjálfkrafa rofið eftir tiltekinn tíma ef það
hefur ekki verið notað.