
Þjónustuinnhólf
Síminn getur tekið við þjónustuboðum frá þjónustuveitunni (sérþjónusta). Þjónustuboð
eru tilkynningar (t.d. fréttafyrirsagnir) sem geta innihaldið textaskilaboð eða veffang
þjónustu.
Veldu Sýna til að opna Þjónustuhólf þegar þú færð þjónustuboð. Ef þú velur Hætta eru
skilaboðin færð í Þjónustu-hólf.
Ef þú vilt opna Þjónustu-hólf síðar velurðu Valmynd > Vefur > Þjónustu-hólf. Til
að opna Þjónustu-hólf á meðan þú vafrar velurðu Valkost. > Aðrir valmögul. >
Þjónustu-hólf. Til að opna vafrann og hlaða niður öllum skilaboðunum velurðu
skilaboð og svo Sækja.
Til að breyta stillingum þjónustuinnhólfsins velurðu Valmynd > Vefur > Stillingar >
Stillingar fyrir þjónustuhólf og svo úr eftirfarandi valkostum:
● Þjónustuskilaboð — til að velja hvort þú vilt taka við þjónustuboðum
● Skilaboðasía — Veldu Kveikja til að láta símann aðeins taka við þjónustuboðum
frá efnishöfundum sem þjónustuveitan hefur samþykkt.
● Sjálfvirk tenging — Veldu Virk til að láta símann opna vafra sjálfkrafa í biðstöðu
þegar þjónustuboð berast. Ef þú velur Óvirk, opnar síminn aðeins vafrann eftir að þú
hefur valið Sækja þegar hann tekur við þjónustuboðum.